Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 21. maí 2023 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Arnar Gunnlaugs: Hefur þessi Gundogan element í sér
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur Andrason.
Viktor Örlygur Andrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er léttir, það var mikil pressa á okkur í lokin," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-2 útisigur gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Ég sagði við strákana að þetta yrði meira kaos í seinni hálfleik. Við höfðum yfirburði í fyrri hálfleik. Þeir komu af krafti í seinni hálfleik. Eftir að við misstum Kalla út af þá förum við að droppa neðar. Það er fínt að sigla þessu heim."

Arnar segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið fullkominn og hann hefði viljað sjá liðið skora fleiri mörk þá.

„Hann var fullkominn, fullkomin stjórn á öllum aðstæðum. Ef maður vill vera aðeins gráðugur, þá hefðum við viljað fara með þægilegri stöðu inn í hálfleik. HK gerði leik úr þessu í seinni hálfleik. Þeir lögðu líf, hjarta og sál í verkefnið. Manni leið ekkert sérstaklega vel á bekknum en sem betur fer kom þeirra mark í lokin þannig að þeir höfðu lítinn tíma til að gera eitthvað annað."

Viktor Örlygur Andrason skoraði fyrra mark Víkinga en hann kom inn í liðið fyrir þennan leik. Hann fór meiddur af velli eftir meiðslin.

„Vonandi var þetta bara væg tognun, vægur stífleiki. Það hefur tekið tíma fyrir hann að komast í gang. Hann var seinn í gang eftir veturinn. Hann er gríðarlega öflugur leikmaður. Það eina sem ég get kvartað yfir, það sem ég kvartaði verulega yfir á fundi með honum í gær var að hann þyrfti skila sér betur inn í teig og þyrfti að fara að skora mörk. Hann hefur þessi (Ilkay) Gundogan element í sér að fara seint inn í teig og þefa upp hvar boltinn muni detta. Heilt yfir er ég mjög sáttur við hann og vonandi er þetta ekki alvarlegt," sagði Arnar.

Hann var þá spurður út í rauða spjaldið sem Karl Friðleifur Gunnarsson fékk í seinni hálfleik. „Þetta virkaði eldrautt spjald, fyrst á litið. Ég á eftir að sjá þetta betur. Mögulega fannst mér að hann átti að dæma brot þegar Erlingi var hrint nokkrum sekúndum áður. Þá hefði hann komið í veg fyrir þessa stöðu. Mér fannst þetta vera klárt rautt spjald."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Óhætt að mæla með því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner