Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 21. maí 2023 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Arnar Gunnlaugs: Hefur þessi Gundogan element í sér
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örlygur Andrason.
Viktor Örlygur Andrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er léttir, það var mikil pressa á okkur í lokin," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-2 útisigur gegn HK í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Ég sagði við strákana að þetta yrði meira kaos í seinni hálfleik. Við höfðum yfirburði í fyrri hálfleik. Þeir komu af krafti í seinni hálfleik. Eftir að við misstum Kalla út af þá förum við að droppa neðar. Það er fínt að sigla þessu heim."

Arnar segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið fullkominn og hann hefði viljað sjá liðið skora fleiri mörk þá.

„Hann var fullkominn, fullkomin stjórn á öllum aðstæðum. Ef maður vill vera aðeins gráðugur, þá hefðum við viljað fara með þægilegri stöðu inn í hálfleik. HK gerði leik úr þessu í seinni hálfleik. Þeir lögðu líf, hjarta og sál í verkefnið. Manni leið ekkert sérstaklega vel á bekknum en sem betur fer kom þeirra mark í lokin þannig að þeir höfðu lítinn tíma til að gera eitthvað annað."

Viktor Örlygur Andrason skoraði fyrra mark Víkinga en hann kom inn í liðið fyrir þennan leik. Hann fór meiddur af velli eftir meiðslin.

„Vonandi var þetta bara væg tognun, vægur stífleiki. Það hefur tekið tíma fyrir hann að komast í gang. Hann var seinn í gang eftir veturinn. Hann er gríðarlega öflugur leikmaður. Það eina sem ég get kvartað yfir, það sem ég kvartaði verulega yfir á fundi með honum í gær var að hann þyrfti skila sér betur inn í teig og þyrfti að fara að skora mörk. Hann hefur þessi (Ilkay) Gundogan element í sér að fara seint inn í teig og þefa upp hvar boltinn muni detta. Heilt yfir er ég mjög sáttur við hann og vonandi er þetta ekki alvarlegt," sagði Arnar.

Hann var þá spurður út í rauða spjaldið sem Karl Friðleifur Gunnarsson fékk í seinni hálfleik. „Þetta virkaði eldrautt spjald, fyrst á litið. Ég á eftir að sjá þetta betur. Mögulega fannst mér að hann átti að dæma brot þegar Erlingi var hrint nokkrum sekúndum áður. Þá hefði hann komið í veg fyrir þessa stöðu. Mér fannst þetta vera klárt rautt spjald."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Óhætt að mæla með því.
Athugasemdir
banner
banner