Keflvíkingar heimsóttu Valsmenn á Origo vellinum við Hlíðarenda í kvöld þegar 8.umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni.
Keflavík hafði fyrir leikinn í kvöld tapað síðustu 5 leikjum í öllum keppnum og með kaldari liðum deildarinnar á meðan andstæðingar þeirra í Val hafa verið meðal heitustu liða deildarinnar.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Keflavík
„Hún er bara fín, þetta er búið að vera brekka hjá okkur í seinustu leikjum þannig það er gott að vera komnir aftur í smá stigasöfnun." Sagði Frans Elvarsson sem bar fyrirliðaband Keflavíkur í dag aðspurður um tilfiningar eftir leik.
„Það er mjög mikilvægt, þetta var orðið svolítið leiðinlegt hjá okkur og þetta gefur manni mikið líka held ég andlega."
Keflvíkingar hafa verið að leka inn mörkum uppá síðkastið en ná að halda aftur af Valsmönnum sem höfðu skorað flest mörk á mótinu til þessa.
„Valsararnir klúðra öllum færunum sínum, nei nei - Við bara förum langt niður og erum þéttir og fáum nokkur breik sjálfir. Það var svolítið bara planið að vera svolítið þéttir varnarlega og gefa fá færi á okkur og vona að þeir klúðri sínum færum."
Nánar er rætt við Frans Elvarsson leikmann Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |