Keflvíkingar heimsóttu Valsmenn á Origo vellinum við Hlíðarenda í kvöld þegar 8.umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni.
Keflavík hafði fyrir leikinn í kvöld tapað síðustu 5 leikjum í öllum keppnum og með kaldari liðum deildarinnar á meðan andstæðingar þeirra í Val hafa verið meðal heitustu liða deildarinnar.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Keflavík
„Mjög gott útivallarstig fyrir okkur á móti einu af bestu liðum landsins og bara stoltur af strákunum, við lögðum mikið á okkur það var góð barátta í liðinu, eljusemi og dugnaður sem að ætti að vera í öllum okkar leikjum og vonandi náum við að taka þetta stig með okkur sem veganesti í næstu leiki og gera ennþá betur." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld gegn Val.
„Það var mjög gott skipurlag á okkur og menn börðust núna og unnu vel fyrir hvorn annan og vörðust vel sem lið og við fengum líka svona ágætis tækifæri fram á við og Jói átti hérna hörku skot alveg í restina sem að mögulega hefði getað unnið þennan leik en Valur fékk ekki mörg færi í dag og það er eitthvað til að byggja á fyrir framhaldið."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |