Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   mán 21. júní 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hyggst gera Pogba launahæstan í deildinni
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Pogba, Sancho, Varane, Silva, Kante, Correa, Calhanoglu og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United hyggst gera Paul Pogba (28) að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar með 104 milljóna punda samningi. (Sun)

Borussia Dortmund hefur sagt Manchester United að félagið verði að borga 77 milljónir punda með klásúlur um fleiri framtíðargreiðslur fyrir Jadon Sancho (21). (TalkSport)

Paris St-Germain hefur haft samband við Ral Madrid um möguleg kaup á franska varnarmanninum Raphael Varane (28). (Foot Mercato)

Jose Mourinho vill fá Sergio Ramos (35), fyrrum varnarmann Real Madrid og Spánar, til Roma. (Calciomercato)

Arsenal hefur hafið viðræður við Eintracht Frankfurt um möguleg kaup á portúgalska sóknarmanninum Andre Silva (25) sem er fáanlegur fyrir um 34 milljónir punda í sumar. (Transfer Window Podcast)

Arsenal er að vinna kapphlaupið um argentínska miðjumanninn Guido Rodriguez (27) hjá Real Betis. (Marca)

Chelsea ætlar að bjóða N'Golo Kante (30) nýjan samning með launahækkun. (Fabrizio Romano)

Leicester vill fá skoska miðjumanninn Ryan Christie (26) frá Celtic. (Mail)

Lazio er tilbúið að selja argentínska framherjann Joaquin Correa (26) en Arsenal og Tottenham hafa áhuga. Arsenal gæti boðið Lucas Torreira (25) til Lazio sem hluta af tilboðinu. (Gazzetta dello Sport)

Tyrkinn Hakan Calhanoglu (27), sem verður samningslaus hjá AC Milan í sumar er á blaði hjá Arsenal. (Football Italia)

Eintracht Frankfurt hefur áhuga á Cengiz Under (23) hjá Roma en hann spilaði hjá Leicester á lánssamningi á síðasta tímabili. (Calciomercato)

Newcastle undirbýr að gera tilboð í Joe Willock (21) hjá Arsenal en hann stóð sig vel á lánssamningi hjá Newcastle á síðasta tímabili. (Newcastle Chronicle)

Fiorentina mun líklega missa serbneska varnarmanninnNikola Milenkovic (23) í sumar en hann á ár eftir af samningi sínum og ætlar ekki að skrifa undir framlengingu. Juventus og nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á honum. (Calciomercato)

Barcelona hefur haft samband við Atalanta en félagið hefur áhuga á að fá þýska vængbakvörðinn Robin Gosens (26). (Sport1)

West Brom hefur áhuga á enska miðjumanninum Sam Clucas (30) hjá Stoke City. (Football Insider)

West Brom er nálægt því að ráða Valerien Ismael (45), stjóra Barnsley, í stjórastólinn hjá sér. West Brom hefur gert munnlegt samkomulag við Frakkann. (Football Insider))
Athugasemdir
banner