Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   þri 21. júní 2022 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Það styttist í sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur að hafa ekki náð sigri í kvöld á heimavelli gegn FH. Liðin skildu jöfn eftir baráttuleik þar sem veðrið kom í veg fyrir að fallegur fótbolti yrði spilaður.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Ég hefði auðvitað viljað sigur, en hann náði aldrei neinu flugi þessu leikur og það var erfitt. Það var svo sem vitað mál að veðrið og vallaraðstæður myndu gera leikmönnum erfitt að ná upp einhverjum takti eða einhverjum glæsilegum fótbolta. En auðvitað viltu alltaf sigur úr því hvernig staðan er í seinni hálfleik, við erum komnir yfir og ég er svekktur að við skildum fá á okkur mark úr hornspyrnu það er eitthvað sem við eigum að gera betur. Þannig það er svekkjandi að því leiti en ég held að hvorugt lið getur kvartað undan því að fara héðan með stig en það er niðurstaðan allavega."

ÍA hefur náð í 2 stig úr 2 leikjum eftir landsleikjahlé og frammistaðan verið betri en fyrir.

„Þetta er eitthvað sem við verðum að byggja á. Það styttist í sigurinn og búnir að vera í fínni stöðu í þeim báðum en fá 2 jafntefli út úr því og það er margt gott í frammistöðunni og margt sem við höldum áfram að byggja ofan á. Við erum bara bjartsýnir á framhaldið, það styttist í sigurinn það er ekki spurning."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Jón meira um aðstöðu vallarins og rauða spjaldið.


Athugasemdir