þri 21. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalandslið Hollands fær núna sömu bónusa og karlarnir
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Fótboltasambandið í Hollandi hefur stigið gott skref varðandi launatengd mál fyrir landslið þjóðarinnar.

Núna mun kvennalandslið Hollands fá sömu bónusa og laun og karlalandsliðið.

Þessi breyting tekur gildi frá 1. júlí næstkomandi, en kjaradeilur hafa staðið yfir frá árinu 2019. „Ég er mjög þakklát fótboltasambandinu fyrir að gera þetta og getum við með þessu tekið stórt skref saman í átt að jafnrétti karla og konur sem spila fyrir Oranje,” segir stórstjarnan Vivianne Miedema.

KSÍ tók þetta skref árið 2018 þegar stigabónusar karla- og kvennalandsliðsins voru jafnaðir, en liðin fá sömu dagpeninga líka.

Bæði Ísland og Holland verða á meðal þáttökuþjóða á EM í Englandi í sumar. Holland er ríkjandi Evrópumeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner