Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   fös 21. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax að krækja í Wout Weghorst frá Burnley
Mynd: EPA
Mynd: Burnley
Ajax er að ganga frá kaupum á hollenska framherjanum Wout Weghorst frá Burnley, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Ajax er svo gott sem búið að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan um kaup og kjör en á eftir að semja við Burnley um kaupverð.

Weghorst, sem verður 32 ára í ágúst, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Burnley.

Hann er staddur í Þýskalandi þessa dagana þar sem hann spilar með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu og skoraði sigurmark liðsins í fyrstu umferð riðlakeppninnar, eftir að hafa komið inn af bekknum á lokakaflanum.

Hluteigandi aðilar eru sannfærðir um að þessi félagaskipti munu ganga í gegn og verður áhugavert að sjá Weghorst reyna fyrir sér í hollensku deildinni eftir sex ára fjarveru.

Hann hefur spilað á láni hjá Hoffenheim, Manchester United og Besiktas á undanförnum árum en þar áður var hann lykilmaður í liði Wolfsburg í Þýskalandi.

Weghorst ólst upp í Hollandi og gerði flotta hluti með Emmen og Heracles áður en hann var fenginn til AZ Alkmaar og síðar keyptur til Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner
banner