Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 21. ágúst 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Gary Lineker gerði grín að hárleysi - BBC fær kvartanir
Shearer og Murphy hlógu að ummælum Lineker.
Shearer og Murphy hlógu að ummælum Lineker.
Mynd: BBC
BBC hefur fengið kvartanir eftir ummæli sem Gary Lineker þáttastjórnandi í Match of the day lét falla um helgina.

Kvartanir snúast að ummælum sem Lineker lét falla í byrjun þáttar þegar hann skaut á hárleysi hjá sérfræðingunum Alan Shearer og Danny Murphy.

„Timabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur byrjað af krafti. Það hefur fengið hárin til að rísa á köflum...nema þú sért Alan Shearer eða Danny Murphy," sagði Lineker í þættinum.

Shearer og Murphy hlógu báðir í þættinum eftir að Lineker lét ummælin falla.

Ummælin féllu hins vegar í grýttan jarðveg hjá einhverjum áhorfendum því Lineker greindi frá því í dag að BBC hafi fengið kvartanir eftir ummæli hans.

Athugasemdir
banner