Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Jón Guðni og félagar í erfiðri stöðu
Jón Guðni Fjóluson í leik með Krasnodar
Jón Guðni Fjóluson í leik með Krasnodar
Mynd: Getty Images
Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eru í erfiðum málum í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið tapaði 4-0 gegn Olympiakos í kvöld.

Lazar Randjelovic skoraði tvö og Miguel Angel Guerrero og Daniel Podence eitt er Olympiakos vann örugglega.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en rússneska liðið á erfiðan leik fyrir höndum. Liðið sem fer áfram í umspilinu fer inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en annað liðið fer þá í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dinamo Zagreb vann þá Rosenborg 2-0. Bruno Petkovic og Mislav Orsic skoruðu mörkin. Young Boys frá Sviss og Rauða stjarnan gerðu þá 2-2 jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

Dinamo Zagreb 2 - 0 Rosenborg
1-0 Bruno Petkovic ('8 , víti)
2-0 Mislav Orsic ('28 )

Young Boys 2 - 2 Crvena Zvezda
1-0 Roger Assale ('7 )
1-1 Milos Degenek ('18 )
1-2 Mateo Garcia ('46 )
2-2 Guillaume Hoarau ('76 , víti)

Olympiakos 4 - 0 FK Krasnodar
1-0 Miguel Angel Guerrero ('30 )
2-0 Lazar Randjelovic ('78 )
3-0 Lazar Randjleovic ('85 )
4-0 Daniel Podence ('90 )
Athugasemdir
banner