Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   mið 21. ágúst 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að setjast niður með Mainoo eftir gluggalok
Mynd: Getty Images
Stjórnarmenn Manchester United ætlar sér að setjast niður með enska miðjumanninum Kobbie Mainoo eftir að glugginn lokar í lok mánaðar og ræða nýjan samning. Þetta kemur fram á fréttastofu Sky.

Englendingurinn hefur átt viðburðaríkt ár. Hann náði að festa sig í sessi í byrjunarliði Manchester United sem vann enska bikarinn í lok síðasta tímabils og þá vann hann sér sæti í enska landsliðinu fyrir Evrópumótið.

Mainoo er aðeins 19 ára gamall og er það í algerum forgangi hjá United að byggja lið í kringum hann.

Samningur kappans rennur ekki út fyrr en eftir þrjú ár og þá á félagið möguleika á að framlengja þann samning um ár til viðbótar.

Hins vegar vill félagið verðlauna Mainoo fyrir frábæra frammistöðu og bjóða honum veglega launahækkun.

Sky segir að eftir að glugginn lokar muni United setjast niður með Mainoo og ræða nýjan samning. Mainoo er sagður afar ánægður hjá United og félagið sé á leið í rétta átt undir nýrri stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner