Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   mið 21. ágúst 2024 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Brentford og Liverpool ná saman um Van den Berg
Mynd: Getty Images
Brentford hefur náð samkomulagi við Liverpool um hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg en þetta kemur fram á Sky Sports.

Samkvæmt Sky hefur Brentford samþykkt að greiða Liverpool 30 milljónir punda.

Félagið mun greiða 25 milljónir punda og auka fimm milljónir í árangurstengdar greiðslur.

Leikmaðurinn á eftir að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en Bayer Leverkusen er einnig á eftir honum.

Leverkusen er reiðubúið að greiða uppsett verð en þarf fyrsta að selja leikmenn til að geta keypt.

Van den Berg er 22 ára gamall og kom til Liverpool frá PEC Zwolle fyrir fimm árum. Hann fékk aldrei almennilegt tækifæri til að sýna sig hjá enska félaginu, en hann var lánaður þrisvar út og tókst aðeins að spila fjóra leiki fyrir aðallið Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner