Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodrygo ósáttur við umtal um 'BMV' - „Bætið R við þessa skammstöfun“
Rodrygo
Rodrygo
Mynd: Getty Images
Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo er allt annað en sáttur við umtal fjölmiðla um sóknartríóið 'BMV', en hann segir það vanta einn staf í þessa skammstöfun.

Spænskir miðlar hafa fjallað um þá Kylian Mbappe, Vinicius Junior og Jude Bellingham sem tríóið 'BMV', svipað og var gert hér árum áður þegar Karim Benzema, Cristiano Ronaldo og Gareth Bale voru kallaðir 'BBC'.

Einn leikmaður er útundan en það er Rodrygo, sem hefur verið einn af bestu leikmönnum Madrídinga síðustu ár.

Hann lét óánægju sína í ljós á WhatsApp-rás sinni sem einhver tók skjámynd af. Athletic hefur staðfest að skilaboðin hafi komið frá honum.

„Hæ strákar. Úrslitin í gær voru ekki það sem við vildum, en hvert einasta stig skiptir máli þegar talið verður upp úr pokanum í vor. Ég er ánægður með markið og vöxt liðsins. Í síðustu vikur töluðu þeir um tríóið Bellingham, Mbappe og Vini, en þeir verða að bæta R fyrir Rodrygo við þessa skammstöfun. Við erum með kvartett af sóknarmönnum og svo restina af liðinu líka. Þeir eru allir með mikilvægt hlutverk í leikjum og munu sýna virði sitt í ólíkum keppnum sem við munum taka þátt í. Þessi vika verður pakkfull af erfiðri vinnu, alveg fram að næsta leik okkar á Bernabeu,“ sagði Rodrygo í skilaboðum sínum á WhatsApp.

Brasilíumaðurinn var orðaður við Manchester City og Liverpool í sumarglugganum en hann sagði ítrekað frá því að hann hefði engan áhuga á því að fara frá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner