Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. september 2021 11:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Birkir er eins og litli bróðir minn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Guðmundur Þór Júlíusson tók við fyrirliðabandinu hjá HK í leiknum gegn Stjörnunni í gær þegar Leifur Andri Leifsson þurfti að fara af velli.

Birkir Valur Jónsson færði sig þá úr hægri bakverðinum og í miðvörðinn við hlið Guðmundar. Valgeir Valgeirsson, sem síðar skoraði svo eina mark leiksins, fór í hægri bakvörðinn og Örvar Eggertsson, sem var settur inn á fyrir Leif, fór á kantinn.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Stjarnan

Guðmundur var til viðtals eftir leikinn í gær og var spurður út í Birki og miðverðina. Martin Rauschenberg mátti ekki spila leikinn þar sem hann er á láni frá Stjörnunni.

Þú og Birkir náið að standa af ykkur smá hasar í lokin.

„Einmitt, Birkir var að byrja í meistaraflokki þegar ég kom í HK árið 2014. Hann er annað hvort búinn að spila í hægri bakverðinum með mig í miðverðinum eða í hafsentinum við hliðina á mér," sagði Guðmundur.

„Þetta er eins og litli bróðir minn, maður er búinn að spila með honum allan minn tíma í HK. Hann er frábær leikmaður og það sást, hann getur hent sér í öll kvikyndalíki. Fyrst og fremst er hann frábær varnarmaður."

„Ég reikna með að Rauschenberg komi inn í næsta leik, hann er frábær leikmaður einnig, við vitum hversu sterkur hann er. Fyrir okkur fjóra sem spiluðu í vörninni snýst þetta um að halda hreinu og sækja og skora mörk, það er það eina sem skiptir máli,"
sagði Guðmundur.

HK er í 10. sæti deildarinnar og mætir Breiðablik í lokaumferðinni. Breiðablik þarf á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. HK er tveimur stigum fyrir ofan ÍA og einu stigi á eftir Keflavík fyrir lokaumferðina en öll þrjú liðin geta endað í fallsæti.
Guðmundur: Lykill að halda búrinu hreinu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner