mán 21. október 2019 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
10 bestu ungu leikmennirnir tilkynntir: De Ligt, Felix og Sancho líklegir
Matthijs de Ligt er talinn líklegur til að fá verðlaunin.
Matthijs de Ligt er talinn líklegur til að fá verðlaunin.
Mynd: Twitter
Í kvöld eru tilkynntir þeir leikmenn sem koma til greina til verðlauna á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni en þar eru valdir bestu leikmenn í heimi í karla- og kvennaflokki. Þá er valinn besti markvörðurinn og fær sá leikmaður Yashin verðlaunagripinn.

Einnig er valinn besti leikmaður í heimi sem er 21 árs gamall eða yngri.

Fimm leikmenn koma úr liðum í La Liga á Spáni, tveir úr ensku úrvalsdeildinni, tveir úr þýsku Bundesliga og einn úr ítölsku Seríu A.

Tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn:
Joao Felix | Atletico Madrid | Portúgal
Jadon Sancho | Dortmund | England
Moise Kean | Everton | Ítalía
Samuel Chukwueze | Villarreal | Nígería
Kang-in Lee | Valencia | Suður-Kórea
Matthijs de Ligt | Juventus | Holland
Vinicius Jr. | Real Madrid | Brasilía
Matteo Guendouzi | Arsenal | England
Kai Havertz | Leverkusen | Þýskaland
Andrei Lounine | Valladolid | Úkraína
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner