Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 21. október 2020 10:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mbl.is 
Guðni Bergs: Teljum ekki mikla smithættu af æfingum eða fótboltaiðkun
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ásamt stjórnarmanninum Magnúsi Gylfasyni.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ásamt stjórnarmanninum Magnúsi Gylfasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ gaf það út í gær að enn sé stefnt að því að klára Íslandsmótið í fótbolta.

Forsvarsmenn félaga á höfuðborgarsvæðinu hafa kvartað yfir því að fótboltaæfingar séu ekki leyfðar á svæðinu á meðan lið utan Reykjavíkursvæðisins æfa með hefðbundnum hætti.

Guðni Bergsson segir í samtali við mbl.is vonast til þess að þessum takmörkunum verði aflétt svo lið geti æft em þær eiga að gilda til 3. nóvember.

„Við vilj­um auðvitað alls ekki úti­loka það að ein­hver und­anþága verði veitt, ef bar­átt­an við far­ald­ur­inn geng­ur vel," segir Guðni.

„Ég ætla ekki að fara út í það að met­ast um eitt og annað varðandi þær tak­mark­an­ir sem hér eru í gildi. Að sama skapi telj­um við ekki mikla smit­hættu af fót­boltaiðkun og það hafa ekki komið upp mörg smit tengd æf­ing­um eða fót­boltaiðkun af okk­ur vit­andi."

„Heilt yfir þá hafa farið fram yfir þúsund leik­ir í öll­um flokk­um hér á landi í sum­ar, og æf­ing­ar auðvitað, og er ekki hægt að rekja beint smit til þeirra eft­ir því sem við kom­umst næst."

Bjarni Helgason ræddi við Guðna og má lesa viðtalið í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner