Heimild: Mbl.is
Stjórn KSÍ gaf það út í gær að enn sé stefnt að því að klára Íslandsmótið í fótbolta.
Forsvarsmenn félaga á höfuðborgarsvæðinu hafa kvartað yfir því að fótboltaæfingar séu ekki leyfðar á svæðinu á meðan lið utan Reykjavíkursvæðisins æfa með hefðbundnum hætti.
Guðni Bergsson segir í samtali við mbl.is vonast til þess að þessum takmörkunum verði aflétt svo lið geti æft em þær eiga að gilda til 3. nóvember.
„Við viljum auðvitað alls ekki útiloka það að einhver undanþága verði veitt, ef baráttan við faraldurinn gengur vel," segir Guðni.
Forsvarsmenn félaga á höfuðborgarsvæðinu hafa kvartað yfir því að fótboltaæfingar séu ekki leyfðar á svæðinu á meðan lið utan Reykjavíkursvæðisins æfa með hefðbundnum hætti.
Guðni Bergsson segir í samtali við mbl.is vonast til þess að þessum takmörkunum verði aflétt svo lið geti æft em þær eiga að gilda til 3. nóvember.
„Við viljum auðvitað alls ekki útiloka það að einhver undanþága verði veitt, ef baráttan við faraldurinn gengur vel," segir Guðni.
„Ég ætla ekki að fara út í það að metast um eitt og annað varðandi þær takmarkanir sem hér eru í gildi. Að sama skapi teljum við ekki mikla smithættu af fótboltaiðkun og það hafa ekki komið upp mörg smit tengd æfingum eða fótboltaiðkun af okkur vitandi."
„Heilt yfir þá hafa farið fram yfir þúsund leikir í öllum flokkum hér á landi í sumar, og æfingar auðvitað, og er ekki hægt að rekja beint smit til þeirra eftir því sem við komumst næst."
Bjarni Helgason ræddi við Guðna og má lesa viðtalið í heild sinni hérna.
Athugasemdir