Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
De Ligt: Sé ekki eftir því að hafa valið Juventus
De Ligt.
De Ligt.
Mynd: Getty Images
Patrick Kluivert, fyrrum framherji Barcelona og hollenska landsliðsins, telur að landi sinn Matthijs de Ligt sjái eftir því að hafa farið til Juventus í sumar en ekki Barcelona. Þetta sagði hann í vikunni.

De Ligt hefur fengið talsverða gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum en hann var keyptur frá Ajax.

Miðvörðurinn ungi hefur svarað ummælum Kluivert.

„Ég sé ekki eftir því að hafa farið til Juventus. Það er ýmislegt sagt og skrifað," segir De Ligt.

„Þetta eru bara getgátur hjá Kluivert og þær eru ekki sannar."

Juventus er ósigrað í ítölsku A-deildinni en liðið mætir Atalanta á laugardaginn. De Ligt er tvítugur og hefur leikið tólf mótsleiki fyrir Juventus síðan hann kom frá Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner