Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki ánægður með ferð Neymar til Madrídar
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Real Madrid, er ósáttur við þá ákvörðun Neymar að fara til Madrídar og horfa tennismótið Davis Cup.

Brasilíumaðurinn hefur verið meiddur frá því í byrjun október, en hann fór til Spánar í landsleikjahléinu og horfði á tennis. Hann var gestur Gerard Pique, varnarmanns Barcelona, á mótinu.

Að Neymar skyldi fara til Madrídar var ákvörðun sem Tuchel var ekki hrifinn af.

„Hvað get ég gert? Ég er ekki faðir hans. Ég er ekki lögreglumaður. Ég er þjálfarinn," sagði Tuchel.

„Sem þjálfari er ég ánægður með þessa ferð? Nei, alls ekki. Er þetta tíminn til þess að vera reiður? Nei. Hann var mikill atvinnumaður hérna í tvær vikur og gerði meira en aðrir."

Neymar gæti snúið aftur með PSG annað kvöld gegn Lille, en PSG er með átta stiga forystu á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar.

Neymar vildi fara frá PSG síðasta sumar og var þá sterklega orðaður við bæði Barcelona og Real Madrid. Hann endaði hins vegar á því að vera áfram í París.
Athugasemdir
banner
banner
banner