Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. nóvember 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Zidane vill ekki flytja til Manchester
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Zinedine Zidane er einn af þeim sem hefur verið mest orðaður við Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn fyrr í dag.

Zidane var efstur hjá veðbönkum í gær og fyrr í dag, en er það ekki lengur. Samkvæmt því sem fram kemur á útvarpsstöðinni COPE á Spáni, þá hefur Zidane ekki áhuga á starfinu.

Man Utd hafði samband og var svar hans þess efnis að hann sé ekki tilbúinn að fara til Englands þar sem hann talar ekki ensku. Þá hefur eiginkona hans, Veronique, á móti því að flytja til Manchester. Hún hefur ekki mikinn áhuga á því eftir að hafa búið lengi á stöðum þar sem veðrið er betra.

Zidane er einn besti fótboltamaður sögunnar og hefur hann unnið Meistaradeildina þrisvar sem þjálfari Real Madrid.

Möguleiki er á því að næsta starf hans verði hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Franska félagið hefur áhuga á því að fá Zidane til starfa.

Ef PSG tekur ákvörðun um að ráða Zidane frekar en að halda Mauricio Pochettino, núverandi stjóra sínum, í starfi þá gæti Man Utd stokkið á tækifærið að ráða Pochettino sem næsta stjóra sinn. Pochettino á aðdáendur í stjórn Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner