Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 21. nóvember 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Zidane vill ekki flytja til Manchester
Goðsögnin Zinedine Zidane er einn af þeim sem hefur verið mest orðaður við Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn fyrr í dag.

Zidane var efstur hjá veðbönkum í gær og fyrr í dag, en er það ekki lengur. Samkvæmt því sem fram kemur á útvarpsstöðinni COPE á Spáni, þá hefur Zidane ekki áhuga á starfinu.

Man Utd hafði samband og var svar hans þess efnis að hann sé ekki tilbúinn að fara til Englands þar sem hann talar ekki ensku. Þá hefur eiginkona hans, Veronique, á móti því að flytja til Manchester. Hún hefur ekki mikinn áhuga á því eftir að hafa búið lengi á stöðum þar sem veðrið er betra.

Zidane er einn besti fótboltamaður sögunnar og hefur hann unnið Meistaradeildina þrisvar sem þjálfari Real Madrid.

Möguleiki er á því að næsta starf hans verði hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Franska félagið hefur áhuga á því að fá Zidane til starfa.

Ef PSG tekur ákvörðun um að ráða Zidane frekar en að halda Mauricio Pochettino, núverandi stjóra sínum, í starfi þá gæti Man Utd stokkið á tækifærið að ráða Pochettino sem næsta stjóra sinn. Pochettino á aðdáendur í stjórn Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner