Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 21. nóvember 2021 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn kveðja Solskjær - „Þú ert goðsögn"
Leikmenn Manchester United kveðja Ole Gunnar Solskjær á samskiptamiðlinum Twitter í dag en hann var látinn fara í dag eftir þrjú ár í starfi.

Slök frammistaða síðustu tvo mánuði varð til þess að stjórn félagsins ákvað að reka Solskjær úr starfi.

Leikmenn og aðrir þekktir einstaklingar senda Solskjær kveðjur á Twitter.

„Þú gafst alltaf allt þitt og ert goðsögn hjá Man Utd," sagði David De Gea, markvörður United. Rashford tók undir og kallaði hann goðsögn sömuleiðis.

Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi honum einnig flotta kveðju. Hér fyrir neðan má sjá helstu kveðjurnar.










Athugasemdir
banner