Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 21. nóvember 2022 14:40
Elvar Geir Magnússon
Barcelona og PSG vilja Gundogan
Þýski landsliðsmaðurinn Ilkay Gundogan verður samningslaus í sumar og Barcelona hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir, samkvæmt spænska blaðinu Sport.

Þessi 32 ára miðjumaður hefur leikið fyrir Manchester City síðan 2016.

Ef Gundogan er bara að hugsa um aurinn er ljóst að hann fer til Frakklands þar sem Paris Saint-Germain er klárt með stóran samning handa honum.

Barcelona horfir löngunaraugum til fleiri leikmanna City, Xavi vill ólmur fá Bernardo Silva í raðir félagsins.
Athugasemdir
banner