Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Snær yfirgefur Njarðvík (Staðfest) - Á leið í Þrótt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Snær Friðriksson hefur yfirgefið Njarðvík en hann hefur ákveðið að leita á önnur mið. Hann er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í Þrótt Reykjavík.

Hann er 28 ára en hann fékk fæst mörk á sig í Lengjudeildinni síðasta sumar eða 24 mörk í 21 leik.

Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að það væri áhugi á honum úr Lengjudeildinni og Bestu deildinni.

Hann er uppalinn í Grindavík og í Breiðabliki. Hann hefur spilað fyrir Breiðablik, Tindastól, Vestra, Fylki, KR og Njarðvík á sínum ferli.


Athugasemdir
banner