Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. janúar 2022 17:08
Brynjar Ingi Erluson
England: Flautumark hjá Rashford - Fyrsti sigur Newcastle á árinu
Marcus Rashford og Edinson Cavani fagna sigurmarkinu
Marcus Rashford og Edinson Cavani fagna sigurmarkinu
Mynd: EPA
Gleði Rashford var gríðarleg
Gleði Rashford var gríðarleg
Mynd: EPA
Jonjo Shelvey tryggði Newcastle fyrsta sigurinn á árinu
Jonjo Shelvey tryggði Newcastle fyrsta sigurinn á árinu
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford var hetja Manchester United gegn West Ham á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði seint í uppbótartíma og tryggði þar 1-0 sigur. Newcastle vann þá fyrsta sigur sinn á árinu er liðið lagði Leeds með sömu markatölu.

Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Stærsta atvikið átti sér stað á 36. mínútu er Cristiano Ronaldo féll í teignum eftir viðskipti sín við Kurt Zouma. Portúgalski framherjinn kallaði eftir vítaspyrnu og fékk stuðningsmenn með sér í lið en ekkert var dæmt.

Brasilíski miðjumaðurinn Fred kom sér í kjörið tækifæri til að skora í byrjun síðari hálfleiks. Boltinn datt fyrir hann í teignum er sending Bruno Fernandes fór af varnarmanni og til Fred en Alphonse Areola varði meistaralega í markinu.

Nokkrum mínútum síðar kom Jarrod Bowen sér í gott færi en skot hans fór í hliðarnetið. Á 58. mínútu fékk Man Utd hornspyrnu sem franski miðvörðurinn Raphael Varane stangaði rétt framhjá markinu. Anthony Elanga átti þá skot rétt framhjá markinu stuttu síðar.

Tomas Soucek komst næst því að koma West Ham yfir. Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir átti hann skalla eftir hornspyrnu en boltinn fór rétt framhjá markinu vinstra megin.

Þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma kom sigurmark heimamanna. Anthony Martial, sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, kom inná sem varamaður í leiknum og lagði boltann út til hægri á Edinson Cavani. Hann fann Rashford á fjærstönginni og var eftirleikurinn auðveldur.

Mikilvægt sigurmark hjá þeim rauðu sem fara með 1-0 sigur af hólmi og er liðið nú í 4. sæti með 38 stig. West Ham er í 5. sæti með 37 stig.

Shelvey hetja Newcastle

Newcastle hafði ekki unnið leik síðan 4. desember gegn Burnley og hefur til þessa alltaf vantað herslumuninn á að klára leiki en það tókst í dag.

Bæði lið áttu færi í fyrri hálfleiknum. Martin Dubravka og Ilian Meslier vörðu vel. Meslier varði fyrst frá Ryan Fraser á 27. mínútu í hornspyrnu og þá var Jonjo Shelvey nálægt því að koma Newcastle yfir í kjölfarið en Meslier sá við honum.

Leeds kom sér í dauðafæri til að skora á 66. mínútu. Raphinha átti fyrirgjöf inn í teiginn á Jack Harrison sem átti skot en boltinn fór af leikmanni og til Daniel James sem var kominn í dauðafæri en brást bogalistin.

Níu mínútum síðar kom sigurmark Newcastle. Shelvey gerði það með snyrtilegri aukaspyrnu. Hann skaut boltanum hægra megin við vegginn og í fjærhornið þar sem Meslier kom engum vörnum við.

Newcastle fékk tvö fantagóð færi til að gera út um leikinn. Fyrst átti Kieran Trippier fyrirgjöf inn í teiginn en Fraser náði ekki að gera sér mat úr færinu eftir mistök Meslier. Undir lok leiks átti þá Joe Willock skot eftir glæsilegan undirbúning Allan Saint-Maximin en Meslier kom til bjargar á síðustu stundu.

Lokatölur 1-0 fyrir Newcastle sem er í 18. sæti með 15 stig og getur andað aðeins léttar með að hafa náð í sigur. Leeds er á meðan í 15. sæti með 22 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leeds 0 - 1 Newcastle
0-1 Jonjo Shelvey ('75 )

Manchester Utd 1 - 0 West Ham
1-0 Marcus Rashford ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner