Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. janúar 2022 11:15
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Bolton um Jón Daða: Lögðum mikla vinnu í að fá hann
Jón Daði Böðvarsson gæti spilað með Bolton í dag
Jón Daði Böðvarsson gæti spilað með Bolton í dag
Mynd: Bolton
Ian Evatt, stjóri Bolton Wanderers í ensku C-deildinni, er hæstánægður með að hafa fengið Jón Daða Böðvarsson til félagsins frá Millwall.

Jón Daði losnaði loksins úr frystikistunni hjá Millwall á dögunum er hann samdi við Bolton og gerði þá eins og hálfs árs samning.

Hann verður væntanlega klár fyrir leik Bolton gegn Shrewsbury Town í dag en Evatt er spenntur að vinna með honum.

„Við höfum lagt mikla vinnu í að fá hann inn og það hefur tekið erfiðisvinnu frá öllum hliðum. Ég er hæstánægður með að fá hann til félagsins, landsliðsmaður sem hefur spilað á HM og er 29 ára gamall og hefur mikið fram að færa."

„Þetta er svolítið sögulegt fyrir Bolton líka þar sem hann er íslenskur og frábært að fá hann."

„Hann hefur spilað á mjög háu stigi er reyndur og yndisleg manneskja og hæfileikaríkur fótboltamaður. Við erum hæstánægðir með að fá hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner