Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 22. janúar 2023 16:17
Brynjar Ingi Erluson
Kominn með fleiri mörk en Salah og Son skoruðu á síðasta tímabili
Erling Braut Haaland er að slátra deildinni
Erling Braut Haaland er að slátra deildinni
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland er þegar byrjaður að slá met í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði hann merkilegum áfanga er hann gerði fjórðu þrennuna í 3-0 sigrinum á Wolves.

Haaland var kaldur í nokkrum leikjum hjá Man City en hann er mættur aftur og betri en áður.

Norðmaðurinn skoraði öll þrjú mörk Man City í leiknum og er nú kominn með 25 mörk í deildinni.

Mohamed Salah og Heung-Min Son skoruðu báðir 23 mörk á síðustu leiktíð og er Haaland kominn fram úr þeim þegar átján leikir eru eftir af deildinni!

Það er útlit fyrir það að hann stórbæti markamet deildarinnar á fyrsta tímabili sínu með Englandsmeisturunum en um leið varð hann fljótasti leikmaðurinn til að skora fjórar þrennur í deildinni.

Það tók Haaland 19 leiki að skora fjórar þrennur en Ruud van Nistelrooy átti metið Manchester United. Það tók hann 65 leiki að afreka það. Magnaður hann Haaland.


Athugasemdir
banner