Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sannfærður um að Man Utd geti barist um titla
Erik Ten Hag
Erik Ten Hag
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er sannfærður um að félagið eigi eftir að berjast um titla á næstu árum.

Hollendingurinn hefur gjörbreytt umhverfinu og menningu liðsins á þessum stutta tíma sem hann hefur verið stjóri félagsins.

United er nú í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist fátt koma í veg fyrir að liðið komi sér aftur í Meistaradeildina.

Ten Hag er sannfærður um að þetta lið geti unnið titla á næstu árum.

„Ég held að enska úrvalsdeildin er með sex eða sjö lið sem geta loksins öll unnið deildina og það er þökk sé fjárfestingum. Þegar þú ert með réttu hugmyndafræðina og réttu aðferðina þá geta fleiri lið barist um efstu sætin. Ef þú vilt vera þarna þarftu að vera rosalega gott lið, góða aðferð, samræmið í aðferðinni og leggja þig allan fram. Það þarf allt þetta til þess að vinna titla.“

„Já, ég er sannfærður um það ferli. Við erum á leið í rétta átt en við þurfum að bæta okkur mikið ef við viljum berjast um efstu sætin, því samkeppnin verður gríðarlega hörð,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner