Erling Haaland skrifaði á dögunum undir tímamótasamning við Manchester City til ársins 2034. Hann segir að ákærurnar sem liggja á félaginu hafi ekki haft nein áhrif.
City bíður eftir niðurstöðu úr dómi þar sem félagið var ákært fyrir 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Mögulegt er að stig verði dregin af liðinu og það jafnvel fellt niður úr deildnni.
City bíður eftir niðurstöðu úr dómi þar sem félagið var ákært fyrir 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Mögulegt er að stig verði dregin af liðinu og það jafnvel fellt niður úr deildnni.
Haaland var spurður að því hvort það væri klásúla í samningnum ef City tapar málinu. City neitar sök en kærurnar eru í ferli.
„Nei ég hef ekkert hugsað út í það. Ég er viss um að félagið viti hvað það er að gera, mér finnst að ég ætti ekki að tjá mig mikið um þetta," svaraði Haaland.
Haaland hefur skorað 112 mörk í 127 leikjum fyrir City síðan hann kom frá Borussia Dortmund 2022. Hann verður í eldlínunni með City þegar liðið heimsækir Paris St-Germain í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir