Skagamenn hafa verið rólegir á félagaskiptamarkaðnum til þessa, einungis einn nýr leikmaður er kominn inn í leikmannahópinn frá því að síðasta tímabili lauk. Það er Ómar Björn Stefánsson sem kom frá Fylki. ÍA hefur lánað nokkra leikmenn í Lengjudeildina og þá eru þeir Arnór Smárason og Dino Hodzic hættir.
Einn af þeim sem var hvað mest orðaður við ÍA í lok síðasta tímabils og fyrstu mánuðina eftir að því lauk var Alex Þór Hauksson en hann yfirgaf KR og samdi við Stjörnuna fyrr í þessum mánuði.
Alex er 25 ára miðjumaður sem þekkir vel til Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara ÍA, en þeir unnu saman hjá Stjörnunni á sínum tíma þegar Jón Þór var þar aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar. Fótbolti.net ræddi við Jón Þór í dag.
Einn af þeim sem var hvað mest orðaður við ÍA í lok síðasta tímabils og fyrstu mánuðina eftir að því lauk var Alex Þór Hauksson en hann yfirgaf KR og samdi við Stjörnuna fyrr í þessum mánuði.
Alex er 25 ára miðjumaður sem þekkir vel til Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara ÍA, en þeir unnu saman hjá Stjörnunni á sínum tíma þegar Jón Þór var þar aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar. Fótbolti.net ræddi við Jón Þór í dag.
Voru vonbrigði að ná ekki að landa Alex?
„Já, það voru vonbrigði. Alex Þór er feikilega öflugur leikmaður, frábær karakter og hefði tikkað í mjög mörg box inn í okkar liði og þetta hefði verið frábært skref fyrir hann líka. Auðvitað er samt fullur skilningur á því að Alex hafi valið sitt uppeldisfélag og er þar nær sínum heimahögum. Hann hefði styrkt okkar lið, en hann valdi að fara í Stjörnuna og við óskum honum góðs gengis með það," segir Jón Þór.
„Við hittum Alex og lengra fór það ekkert. Þær fréttir um að það hefði verið eitthvað samkomulag á milli Alex og ÍA voru ekki réttar, það var ekki á borðinu. Hann hafði eðlilega úr mörgum góðum kostum til að velja úr og þetta varð niðurstaðan," bætti þjálfarinn við.
Nánar var rætt við Jón Þór um leikmannahóp ÍA og verður sá hluti viðtalsins birtur seinna í dag.
Athugasemdir