Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 22. febrúar 2020 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rodgers ósáttur: Augljós vítaspyrna
Brendan Rodgers var að vonum svekktur þegar hann mætti í viðtal eftir 0-1 tap gegn Manchester City á King Power vellinum í Leicester.

Manchester City fékk dæmda vítaspyrnu á 61. mínútu eftir að boltinn fór í höndina á Dennis Praet, Sergio Aguero misnotaði vítaspyrnuna en Leicester vildi hins vegar einnig fá vítaspyrnu í leiknum þegar boltinn fór í hönd Kevin De Bruyne. Rodgers var ósáttur með að dómari leiksins hafi ekki dæmt vítaspyrnu í því atviki.

„Við erum auðvitað vonsviknir, við lögðum svo mikið á okkur í þessum leik. Þetta var góður leikur, allt sem ég bað leikmenn mína um að gera gerðu þeir vel og ollu vandræðum hjá þeim," sagði Rodgers.

„Við erum óánægðir með að hafa ekki fengið vítaspyrnu, þetta var svo augljóst. Ég hélt að VAR væri gert til að leiðrétta svona atvik," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner