Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt í skrúfuna eftir að lykilmaður var seldur til Arsenal
Spezia er komið í harða fallbaráttu á Ítalíu og á að hættu að falla niður í B-deildina. Liðið hefur tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að Jakub Kiwior var seldur til Arsenal í síðasta mánuði.

Kiwior var í algjöru lykilhlutverki hjá Spezia og vakti hann áhuga Arsenal sem svo greiddi 25 milljónir evra fyrir Pólverjann.

Í leikjunum fimm hefur Spezia fengið á sig ellefu mörk og skorað einungis eitt. Spezia lét stjórann Luca Gotti fara í síðustu viku og er nú í viðræðum við Leaonardo Semplici, fyrrum stjóra SPAL og Cagliari.

Miðvörðurinn Kiwior á eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Arsenal. Hann var með pólska landsliðinu á HM og er greinilega sárt saknað hjá Spezia.

Hann er ekki eini leikmaðurinn sem liðið saknar því M'Bala Nzola, sem skorað hefur níu mörk í nítján leikjum í deildinni, missti af fjórum leikjum í krignum mánaðarmótin. Hann er þó að snúa til baka eftir meiðsli, kom inná í leiknum gegn Juventus um helgina þar sem lokatölur urðu 2-0 fyrir Juve.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner