mið 22. febrúar 2023 23:49
Brynjar Ingi Erluson
„Betra er seint en aldrei"
Mynd: EPA
Marco Rose, þjálfari RB Leipzig, gat glaðst yfir frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en ekki jafn sáttur við fyrri hálfleikinn.

Leipzig átti í miklum erfiðleikum með Englandsmeistarana í fyrri hálfleiknum og heppið að vera ekki nema einu marki undir.

Frammistaðan var allt önnur í þeim síðari og tókst liðið að jafna metin áður en leikurinn var úti.

Þetta gefur Leipzig von fyrir síðari leikinn sem er í Manchester.

„Við eigum að byrja að spila og berjast. Þetta var rosalega erfiður fyrri hálfleik og að vera aðeins 26 prósent með boltann er einfaldlega ekki nógu gott,“ sagði Rose.

„Við vorum of passífir í öllum aðgerðum. Þeir færðu boltann og færðu okkur til í leiðinni. Við vorum ekki með nein völd en síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi. Betra er seint en aldrei,“ sagði Rose í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner