Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. febrúar 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher skaut á Van Dijk: Gæti tekið sætið hans
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Jamie Carragher hélt ekki aftur af sér eftir 2-5 tap Liverpool gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.


Carragher hraunaði yfir varnarleik Liverpool og svaraði um leið gömlum ummælum sem miðvörðurinn Virgil van Dijk beindi að Carragher fyrir áramót.

„Varnarleikurinn hjá Liverpool er búinn að vera í algjörri steik allt tímabilið. Þeir héldu hreinu tvo leiki í röð fyrir þennan gegn Real Madrid en ég sá báða þá leiki. Fyrri leikurinn var gegn hrikalegu Everton liði sem ég hef ekki séð spila svona illa í grannaslagnum í fleiri ár og seinni leikurinn var gegn tíu leikmönnum Newcastle. Þeir voru tíu leikmenn að skapa sér mikið af færum, ég er að segja ykkur að þeir hefðu jafnað þetta í 2-2 ef þeir hefðu haft ellefu menn inni á vellinum," byrjaði Carragher.

„Þetta lið var frábært varnarlega á síðustu leiktíð en við vitum að orkan sem var á miðjunni er ekki lengur til staðar. Samhæfingin í pressu þriggja fremstu sóknarmanna er heldur ekki lengur til staðar útaf því að Nunez og Gakpo eru nýir. 

„Núna er þessi svokallaða heimsklassa vörn Liverpool í basli vegna þess að í fleiri ár hafði hún sex sniðuga, orkumikla og duglega leikmenn fyrir framan sig en nú er staðan önnur.

„Fyrir um tveimur mánuðum síðan sagði Virgil van Dijk að ég kæmist ekki í varnarlínuna hjá Liverpool. En ég held að ég myndi taka byrjunarliðssætið hans í vörninni eins og staðan er í dag."

Carragher hélt áfram að gagnrýna varnarleik Liverpool og beindi spjótum sínum að Joe Gomez.

„Við stuðningsmenn Liverpool gjörsamlega elskum þetta lið og þennan þjálfara því þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur á undanförnum árum. Við hötum að tala illa um liðið því þeir hafa gefið svo mikið - en við erum í áttunda sæti í deildinni. Það var verið að rústa okkur 5-2 í Meistaradeildinni. Þetta tímabil hefur verið óásættanlegt. Þetta er hvergi nærri því að vera nógu gott.

„Við höfum allir átt slæm kvöld sem leikmenn en Joe Gomez var ... ég kannski sleppi því að taka einstaklinga fyrir, honum hlýtur að líða ömurlega. Fólk heldur áfram að tala um að Liverpool vanti miðjumenn og það er rétt, en að mínu mati þá vantar líka varnarmenn." 


Athugasemdir
banner
banner