Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 22. febrúar 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dagný: Erfitt að rífa sig upp eftir Portúgal
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir er mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og lék fyrsta klukkutímann í 5-0 sigri gegn Filippseyjum í lokaleik Pinatar Cup æfingamótsins.


Lestu um leikinn: Filippseyjar 0 -  5 Ísland

Dagný var kát eftir sigurinn þar sem íslenska landsliðið sigraði æfingamótið með sjö stig úr þremur leikjum. Hún hefði þó viljað betri frammistöðu í fyrstu leikjum mótsins sem voru gegn Skotlandi og Wales en segir skiljanlegt að landsliðið hafi ekki verið uppá sitt besta.

„Mér fannst við laga margt eftir síðustu tvo leiki og það er mjög gott að skora fimm mörk á móti svona liði sem fær lítið af mörkum á sig," sagði Dagný. „Það er jákvætt að við héldum hreinu allt mótið en við náðum að skapa okkur fleiri færi í dag og kláruðum þau.

„Auðvitað hefðum við viljað spila betur á móti Wales og Skotlandi, það voru kannski ekki okkar sterkustu leikir, en þetta er ekki besta tímasetningin fyrir okkur. Við erum með marga leikmenn sem eru ekki byrjaðir að spila með sínum félagsliðum og fáa leikmenn í vetrardeildum. Það var alveg við því að búast að þetta yrðu ekki okkar sterkustu leikir, þar sem við höfum heldur ekki spilað saman síðan í október."

Dagný, sem er fyrirliði West Ham United í enska boltanum, er sátt með æfingaferðina þar sem kvennalandsliðið var saman í tíu daga úti á Spáni.

„Við náðum að þjappa hópnum aðeins saman og það voru nokkrir nýliðar sem fengu að kynnast hópnum vel. Seinast þegar við vorum saman töpuðum við á móti Portúgal. Við enduðum síðasta ár erfiðlega, það er erfitt að rífa sig upp úr því þannig það er gott að koma saman núna og byrja uppá nýtt."


Athugasemdir
banner
banner
banner