Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 22. febrúar 2023 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Ekki hræddur við að mæta á Old Trafford
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Xavi segist ekki óttast það að mæta með Börsunga á Old Trafford á morgun en liðið spilar þá við Manchester United í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Liðin skildu jöfn á Nou Camp, 2-2, eftir æsispennandi leik sem bauð upp á allt fyrir áhorfendur.

Á morgun mætast þau á Old Trafford og var Xavi spurður hvort hann og lið hans óttaðist það að mæta þangað en hann segir ekki svo vera.

„Hræddur við hvað nákvæmlega? Þvert á móti þá gefur Old Trafford okkur meiri hvatningu. Þetta er einn af þessm völlum sem þú vilt spila að minnsta kosti einu sinni í lífinu og staður þar sem þú þarf að ná því besta úr sjálfum þér. Þetta er eins og Bernabeu þar sem þú þarft að vera hugrakkur og þú þarft að vinna á þessum völlum til að geta talist sem frábært lið. Við viljum vera það, þannig sé ég þetta,“ sagði Xavi.

Athugasemdir
banner
banner