Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2023 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Erfiður persónuleiki sem vildi bara fá að spila - „Sá sem segir annað er að ljúga"
Mynd: Bayern München
Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo opnaði sig í viðtali við O'Jogo um vistaskipti sín til Bayern München frá Manchester City í janúar en hann vildi bara fá meiri spiltíma.

Enskir miðlar greindu frá því að Cancelo hefði lent í rifrildi við Pep Guardiola, stjóri Man City, sem gaf honum þann valkost að fara frá félaginu í janúar.

Cancelo nýtti sér hann og gekk til liðs við Bayern á láni út tímabilið en þetta þótti nokkuð óvænt enda búinn að vera lykilmaður hjá Englandsmeisturunum síðustu ár.

Portúgalski leikmaðurinn viðurkennir að hann sé erfiður persónuleiki en að hann sýni liðsfélögum og þjálfurum alltaf virðingu.

„Eins og ég hef þegar sagt þá fann hann nýja leið til að spila og það var eftir HM. Hann byrjaði að spila með bakverðina innar og ég fékk að spila en hann var einnig hrifinn af því sem hann sá frá Rico og Nathan. Ég held að leikmenn séu alltaf sjálfselskir og langar að líða eins og þeir séu mikilvægir, vilja spila og sá sem segir annað er að ljúga. Keppnismaður eins og ég, sem vill vinna titla og spila. Ég var ekki að gera lítið úr liðsfélögum mínum en mér fannst ég eiga skilið að spila en Guardiola var ekki sammála.“

„Við ræddum saman, þetta var bara samtal og við ákváðum að það besta fyrir mig væri að fara í þessum glugga. Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað og í raun sameiginleg ákvörðun.“

„Ef Man City vildi ekki gera þessi skipti þá hefði það aldrei leyft mér að fara. Ég var náttúrlega samningsbundinn og geri allt af fagmennsku. Ég hef alltaf verið hreinn og beinn við öll félögin sem ég hef spilað fyrir. Ég er með erfiðan persónuleika, það er alveg rétt, en aldrei hef ég sýnt liðsfélögum eða þjálfurum vanvirðingu,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner