banner
   mið 22. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferran Torres fær hjálp frá sálfræðingi - „Ég tapaði sjálfstraustinu"
Ferran Torres.
Ferran Torres.
Mynd: EPA
Spænski landsliðsmaðurinn Ferran Torres hefur greint frá því að hann sé að hitta sálfræðing til þess að fá hjálp við að takast á við andlega erfiðleika.

Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann gekk í raðir Barcelona frá Manchester City fyrir 55 milljónir evra í desember 2021. Erfiðleikarnir innan vallar hafa haft áhrif á hann andlega og hefur Torres sótt sér hjálp vegna þess.

„Ég lagði Xavi að ég yrði ég sjálfur á nýjan leik," sagði sóknarmaðurinn.

„Ég tapaði sjálfstraustinu. er að fá hjálp frá sálfræðingi. Ég er líka að fá hjálp frá fjölskyldu minni. Mér líður eins og ég sé sterkari núna."

Leikmaðurinn hefur aðeins skorað tvö mörk í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er baráttan um sæti í liðinu hjá Barcelona mikil. Það verður spurning hvort hann muni byrja gegn Manchester United í mikilvægum leik í Evrópudeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner