Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Inter gefur í skyn að Lukaku sé í yfirþyngd
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: EPA
Romelu Lukaku, framherji Inter, er í yfirþyngt eða það virðist framkvæmdastjóri félagsins gefa í skyn í viðtali við Sky Sports á Ítalíu.

Lukaku hefur allt verið fremur kjötmikill og þekktur fyrir styrk sinn í fremstu víglínu.

Meiðsli hafa haldið honum frá vellinum síðustu mánuði en hann er allur að koma til og hefur verið að fá mínútur með Inter undanfarið.

Svo virðist hins vegar að hann sé í yfirþyngd eða svo segir alla vega Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter.

„Ég verð að segja að þetta eru 103 kíló sem hann er að burðast með, þannig hann þarf að vera í fullkomu formi líkamlega til að skila sínu, en hann er ekki kominn á þann stað. Þetta nálgast og þjálfarinn er besta manneskjan til að meta það hvernig honum gengur og hvernig skal nota hann. Leikir eru núna næstum 100 mínútur í fótbolta þannig þeir sem koma inn af bekknum geta verið jafn mikilvægir og meðbyrjendurnir eins og ég kýs að kalla þá,“ sagði Marotta.
Athugasemdir
banner
banner
banner