Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2023 12:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gæti snúið aftur í úrslitaleiknum
Eddie Howe, Matt Targett og Nick Pope (sem verður í banni á sunnudag).
Eddie Howe, Matt Targett og Nick Pope (sem verður í banni á sunnudag).
Mynd: EPA
Matt Targett, vinstri bakvörður Newcastle, gæti snúið aftur í leikmannahóp liðsins á sunnudag þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik deildabikarsins.

Targett hefur ekki spilað síðan á öðrum degi jóla vegna meiðsla. Eddie Howe, stjóri liðsins, vonast til að geta valið Targett í hópinn aftur um helgina.

Targett hefur verið meiddur á hæl en er byrjaður að geta hlaupið aftur og lék með U21 liðinu um liðna helgi. Þar skoraði hann og lagði upp í 4-1 sigri gegn varaliði Brentford.

„Staðan á honum hefur batnað mikið. Við ákváðum að það væri gáfulegt að velja hann ekki gegn Liverpool og leyfa honum að byggja upp þol. Ég er mjög ánægður með það hvernig það tókst," sagði Howe.

„Ég myndi segja að það verði hægt að velja hann í hópinn."

Dan Burn hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar á tímabilinu og ólíklegt að Targett brjóti sér strax leið í byrjunarliðið.
Athugasemdir
banner
banner