Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gleymdi Xavi nafni Fernandes? - „Portúgalski náunginn"
Xavi, þjálfari Barcelona, hrósaði kollega sínum hjá Manchester United, Erik ten Hag, fyrir leik liðanna í Evrópudeildinni á morgun.

Man Utd og Barcelona mætast í seinni leik sínum í umspili fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun. Fyrri leikurinn í Barcelona endaði með 2-2 jafntefli.

Xavi hrósaði Ten Hag í viðtali við The Times með því að segja að Hollendingurinn væri að ná gífurlega miklu út úr hópi sínum. En í viðtalinu virtist Xaxi gleyma nafni Bruno Fernandes.

„Hann nær því besta út úr leikmönnunum sínum. Sjáið bara hvernig Sancho, Rashford og portúgalski náunginn hafa verið að spila," sagði Xavi og bætti við að hann væri einnig hrifinn af frammistöðu Fred.

Það verður fróðlegt að sjá hvort „portúgalski náunginn" nái að fella Barcelona úr keppni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner