Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2023 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Haaland fékk enga þjónustu í Þýskalandi
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, var svo gott sem ósýnilegur í 1-1 jafntefli liðsins við RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en það var þó ekki alfarið honum að kenna.

Haaland tók mörg góð hlaup í leiknum og fékk í raun bara eitt færi sem hann skaut framhjá markinu.

Liðsfélagar hans voru lítið í því að mata Haaland og fékk Norðmaðurinn enga þjónustu.

Haaland fær aðeins þrjá í einkunn frá Goal en þeir hjá Sky Sports voru fremur gjafmildir og gáfu honum sexu.

Bernardo Silva var besti maður vallarins að mati Sky með 8 eins og Riyad Mahrez.

RB Leipzig: Blaswich (6), Klostermann (6), Orban (6), Gvardiol (7), Halstenberg (6), Laimer (6), Schlager (5), Szoboszlai (7), Forsberg (6), Silva (7), Werner (6).
Varamenn: Henrichs (7), Nkunku (6), Poulsen (6), Haidara (6).

Man City: Ederson (6), Walker (7), Akanji (7), Dias (6), Ake (7), Rodri (6), Gundogan (7), Bernardo (8), Mahrez (8), Haaland (6), Grealish (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner