Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. febrúar 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John O'Shea ráðinn aðstoðarþjálfari írska landsliðsins
John O'Shea.
John O'Shea.
Mynd: Getty Images
John O'Shea, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari írska landsliðsins.

O'Shea hefur undanfarin þrjú ár starfað í þjálfarateymi írska U21 landsliðsins.

Hann hefur einnig verið að starfa í þjálfarateymi Stoke City en hann kláraði UEFA Pro þjálfararéttindi sín í desember síðastliðnum. Það er talið að O'Shea muni áfram starfa hjá Stoke samhliða því að vera aðstoðarstjóri írska landsliðsins.

Hinn 41 árs gamli O'Shea spilaði á sínum leikmannaferli 118 A-landsleiki fyrir Írland.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig," sagði O'Shea en Írland hefur leik í undankeppni EM gegn Frakklandi þann 27. mars næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner