Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jorginho: Vildi taka jákvætt skref
Mynd: Arsenal

Arsenal krækti í ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á lokadegi janúargluggans. Þessi félagsskipti hafa ekki fallið alltof vel í kramið hjá stuðningsmönnum Chelsea.


Jorginho var ekki fyrsti kostur hjá Arsenal, sem reyndi einnig við Moises Caicedo og Martin Zubimendi. Brighton hafnaði risatilboði í Caicedo á meðan Zubimendi vildi klára tímabilið með Real Sociedad, þó að spænska félagið hafi verið tilbúið að samþykkja 53 milljón punda tilboð frá Arsenal.

Arsenal borgaði nágrönnum sínum og erkifjendum 12 milljónir punda fyrir þennan 31 árs gamla landsliðsmann Ítalíu. Jorginho spilaði 25 leiki fyrir Chelsea á fyrri hluta tímabils en var ekki lengur partur af byrjunarliðsáformum Graham Potter knattspyrnustjóra.

„Ég var búinn að ræða við Chelsea í janúar og vissi að ég væri ekki lengur hluti af framtíðaráformum félagsins. Ég varð að samþykkja það," sagði Jorginho í viðtali við DAZN.

„Ég vildi taka jákvætt skref á ferlinum mínum, skref fram veginn, og verkefnið hjá Arsenal hentar mér fullkomlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner