Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kante æfði með hópnum
Mynd: EPA

Það styttist í endurkomu hjá franska miðjumanninum N'Golo Kante sem hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. Hann æfði með leikmannahópi Chelsea í gær og gæti verið í leikmannahópi liðsins sem heimsækir Tottenham um næstu helgi.


Hinn 31 árs gamli Kante hefur verið að glíma við mikið af meiðslum á leiktíðinni og er aðeins búinn að spila tvo úrvalsdeildarleiki. Þessi öflugi miðjumaður rennur út á samningi næsta sumar og gæti þá skipt um félag á frjálsri sölu.

Hann getur þó enn unnið sér inn nýjan samning hjá Chelsea ef honum tekst að halda sér heilum út tímabilið.

Kante var í nokkur ár talinn til bestu miðjumanna heims enda hefur hann unnið allt sem er mögulegt sem leikmaður Chelsea, auk þess að verða heimsmeistari með Frakklandi 2018.


Athugasemdir
banner
banner