Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2023 11:10
Elvar Geir Magnússon
Karius getur endurskrifað sögu síns ferils
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur skorað á Loris Karius að „endurskrifa sögu síns ferils“. Karius mun verja mark Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins gegn Manchester United á sunnudag.

Karius hefur átt afskaplega erfitt uppdráttar síðan hann átti hörmulega frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Hann átti sök á tveimur mörkum þegar Liverpool tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Kænugarði.

Það er sá leikur sem allir minnast þegar þeir heyra nafn Karius. Hann spilaði síðast mótsleik fyrir tveimur árum þegar hann lék fyrir Union Berlín í Bundesligunni og er þriðji markvörður á eftir Pope og Martin Dubravka.

Pope var rekinn af velli gegn Liverpool síðasta laugardag og tekur út bann á sunnudaginn. Dubravka er ólöglegur eftir að hafa spilað fyrir Manchester United í keppninni en þar var hann á lánssamningi.

„Þetta gæti verið magnað tækifæri fyrir hann að endurskrifa sögu ferils síns. Þegar Pope fékk rauða spjaldið kom hugsunin um að kannski væri annar kafli eftir á ferli Karius. Hver veit hvernig sá kafli verður? Þetta er fegurðin við fótboltann," segir Howe.

„Ég spjalla við hann á hverjum degi. Ég talaði við hann á laugardagskvöld og hann var mjög afslappaður. Nick Pope tekur út bann og hann hefur verið klettur fyrir okkur en það er enginn örvæntingarfullur eða með áhyggjur."

Hér má sjá mistökin sem Karius gerði í úrslitaleiknum:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner