Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. febrúar 2023 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Þrettán marka leikur á Skaganum
Skagakonur voru í gír
Skagakonur voru í gír
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍA 8 - 5 Fjölnir
0-1 Alda Ólafsdóttir ('32 )
1-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('41 )
2-1 Róberta Lilja Ísólfsdóttir ('43 )
3-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('52 )
4-1 Elvý Rut Búadóttir ('56 , Sjálfsmark)
4-2 Harpa Sól Sigurðardóttir ('56 )
5-2 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('61 )
5-3 Alda Ólafsdóttir ('63 )
6-3 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('65 )
7-3 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('70 )
7-4 Alda Ólafsdóttir ('72 )
7-5 Alda Ólafsdóttir ('78 )
8-5 Marey Edda Helgadóttir ('79 )

ÍA vann FJölni í einhverjum ótrúlegasta leik í C-deild Lengjubikars kvenna í Akraneshöllinni í kvöld en Skagakonur unnu 8-5 sigur og voru tíu mörk skoruð í síðari hálfleiknum.

Skagakonur leiddu 2-1 í hálfleik. Alda Ólafsdóttir kom Fjölni yfir eftir hálftímaleik en Unnur Ýr Haraldsdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir sáu til þess að ÍA væri með forystu í hálfleik.

Veislan fór síðan almennilega af stað á 52. mínútu. Erla Karítas Jóhannesdóttir gerði þriðja mark ÍA áður en Fjölniskonur gerðu sjálfsmark. Næstu mínúturnar á eftir skiptust liðin á að koma boltanum í netið.

Alda Ólafsdóttir skoraði fjögur fyrir Fjölni en þær Erla Karitas og Unnur Ýr Haraldsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir ÍA.

Lokatölur 8-5 fyrir ÍA í fyrsta leik liðanna í riðli 1 í C-deildinni. Ágætis byrjun hjá Lengjubikarsmeisturunum frá því í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner