Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. febrúar 2023 10:49
Elvar Geir Magnússon
Líkir Liverpool við hnefaleikamann sem er búinn á því
Liverpool fékk skell.
Liverpool fékk skell.
Mynd: Getty Images
„Það er bara viss fjöldi högga sem einn hópur getur höndlað og niðurlægingin sem Liverpool varð fyrir gegn Real Madrid fékk mann til að hugsa um hnefaleikamann sem reynir að rífa sig upp eftir að hafa tekið einum bardaga of mikið. Vöðvaminni og forn frægð telja ekkert þegar þú getur ekki varið þig sjálfan," skrifar Dominic King, blaðamaður Daily Mail, um Liverpool.

Liverpool tapaði 2-5 fyrir Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þetta var ellefta tap Liverpool á tímabilinu í öllum keppnum. Hörmuleg frammistaða gegn Brentford, Brighton og Wolves hafa hringt viðvörunarbjöllum.

„Hjá mörgum öðrum félögum væri Klopp á barmi brottreksturs eftir svona hrikalegt gengi en það er enginn möguleiki á brottrekstri, og ætti heldur ekki að vera það. Það er ekki til betri stjóri fyrir Liverpool. Fortíðin gerir hann þó ekki undanþeginn gagnrýni."

„Það hefur verið furðulegt að sjá Liverpool gera sömu mistökin aftur og aftur á tímabilinu, leyfa andstæðingnum að hlaupa í gegnum miðjuna. Allir sjá að sjálfstraustið er skaddað."

„Verkefnið fyrir framan Klopp er stærra en það sem stóð frammi fyrir honum þegar hann kom fyrst til félagsins 2015. Sú fullyrðing er ekki sett fram af léttúð. Hann breytti efasemdarmönnum í menn sem trúa en þeir eru aftur farnir að efast og andrúmsloftið hefur breyst."
Athugasemdir
banner
banner
banner