Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man Utd og Barcelona - Casemiro og Sabitzer saman á miðjunni
Lisandro Martínez.
Lisandro Martínez.
Mynd: Getty Images
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: EPA
Fyrri leikur Barcelona og Manchester United var gríðarleg skemmtun og endaði með 2-2 jafntefli. Annað kvöld mætast liðin í seinni leiknum á Old Trafford og sigurliðið kemst í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Leikurinn verður flautaður á klukkan 20 en dómari verður Frakkinn Clement Turpin sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.

Manchester United er með Marcus Rashford sjóðandi heitan og það sást vel í fyrri leiknum að Börsungar leggja mikla áherslu á að reyna að halda honum í skefjum.

Varnarmaðurinn Lisandro Martínez og miðjumaðurinn Marcel Sabitzer voru í leikbanni í fyrri leiknum en SportsMole reiknar með því að þeir komi báðir inn í byrjunarliðið núna.

Spáð er að Sabitzer og Casemiro verði saman á miðjunni.

Anthony Martial er enn á meiðslalistanum. Harry Maguire og Antony eru leikfærir en búast má við því að þeir verði á bekknum.

Hjá Barcelona er Gavi í leikbanni vegna uppsafnaðra áminninga og Pedri er fjarverandi vegna meiðsla aftan í læri, sem hann hlaut í fyrri leiknum. Með honum á meislalistanum er Ousmane Dembele.

Búist er við því að Frenkie de Jong og Franck Kessie verði á miðsvæðinu og Ansu Fati í sóknarlínunni.

Líklegt byrjunarlið Man Utd:
De Gea; Wan-Bissaka, Varane, Martínez, Shaw; Casemiro, Sabitzer; Sancho, Fernandes, Rashford; Weghorst

Líklegt byrjunarlið Barcelona:
Ter Stegen; Kounde, Araujo, Alonso, Alba; De Jong, Busquets, Kessie; Raphinha, Lewandowski, Fati
Athugasemdir
banner