Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 22:17
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Man City tókst ekki að vinna Leipzig - Mikilvægt sigurmark Lukaku
Mynd: EPA
Josko Gvardiol fagnar jöfnunarmarki sínu
Josko Gvardiol fagnar jöfnunarmarki sínu
Mynd: EPA
Romelu Lukaku var hetja Inter
Romelu Lukaku var hetja Inter
Mynd: EPA
RB Leipzig og Manchester City skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Þýskalandi í kvöld. Romelu Lukaku var á meðan hetja Inter í 1-0 sigri á Porto á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó.

Man City fór illa að ráði sínu í Þýskalandi eftir að hafa verið með fyrri hálfleikinn algjörlega í höndum sér.

Heimamenn gerðu mistök á 27. mínútu er Xaver Schlager sendi boltann frá sér á Jack Grealish. Hann kom honum áfram á Ilkay Gündogan, sem snéri bakinu í markið en náði að senda hann aftur fyrir sig í hlaupaleið Riyad Mahrez sem skoraði með föstu skoti.

Gestirnir fóru illa með ágætis færi og náðu ekki að bæta við og gera út um leikinn. Það gaf Leipzig færi á að koma til baka, sem liðið gerði.

Leipzig setti pressu á Man City og í raun ótrúlegt að Benjamin Henrichs hafi ekki skorað eftir góðan undirbúning frá Dominik Szboszlai en boltinn framhjá markinu.

Josko Gvardiol náði inn jöfnunarmarki þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leipzig tók stutt horn og var það Marcel Halstenberg sem kom með fyrir og var það Gvardiol sem kom honum í netið.

Lokatölur 1-1 í Þýskalandi og ágætis úrslit fyrir Leipzig sem fékk sín færi í þessum leik.

Inter vann á meðan Porto, 1-0. Porto fékk færi til að skora áður en Otavio var rekinn af velli á 78. mínútu með sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Eftir það var ítalska liðið ákveðið í að klára leikinn og það var Romelu Lukaku sem gaf þeim mikilvægt sigurmark á 86. mínútu en hann skallaði í stöng eftit fyrirgjöf Nicolo Barella en frákastið datt fyrir hann og klikkaði hann ekki í annarri tilraun.

Lukaku var frábær eftir að hafa komið inná sem varamaður og sífellt að ógna. Fín úrslit fyrir Inter sem er með annan fótinn í 8-liða úrslitum.

Úrslit og markaskorarar:

RB Leipzig 1 - 1 Manchester City
0-1 Riyad Mahrez ('27 )
1-1 Josko Gvardiol ('70 )

Inter 1 - 0 Porto
1-0 Romelu Lukaku ('86 )
Rautt spjald: Otavio, Porto ('78)
Athugasemdir
banner