Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 22. febrúar 2023 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög feginn að kallið kom - „Þá væri maður kannski ekki á þessum stað"
Júlíus Magnússon.
Júlíus Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon, þá leikmaður Víkings, viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net þann 24. október að hann sæi eftir því að hafa hafnað sæti í fyrra nóvemberverkefni landsliðsins.

„Þegar ég var spurður var ég meiddur á mjöðm og var kannski svolítið svartsýnn um það þá. Ég var meiddur þá og það var aðalástæðan. Ég sá ekki alveg fyrir mér að koma til baka eins og ég er að gera núna. Annars eru líka fleiri ástæður sem spila inn í og ég taldi betra að draga mig úr því. Það var mjög erfitt að neita kallinu. Það er kannski smá eftirsjá í því, sérstaklega þegar maður er kominn aftur út á völlinn og farinn að spila 90 mínútur. Maður á ekki að sjá eftir neinu, bara að horfa fram á við," sagði Júlíus.

Miðjumaðurinn endaði þó á því að fara með í leikina tvo; gegn Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu. Arnar Þór Viðarsson kallaði hann inn í hópinn þar sem Guðlaugur Victor Pálsson gat ekki verið með.

Júlíus fékk því tækifæri til að spila sinn annan og þriðja landsleik. Rúmum tveimur mánuðum síðar var hann svo seldur frá Víkingi til Fredrikstad í Noregi. Hann var spurður út í þetta í viðtali í gær.

Varstu á þeim tímapunkti við hugann við að þeir leikir gætu hjálpað þér að fara út í atvinnumennsku og því feginn að fá kallið inn í hópinn?

„Ég var klárlega mjög feginn. Ég held að hver einasti landsleikur eykur líkur á því að lið skoði þig, hafi áhuga og heyri í þér. Fredrikstad töluðu um að þeir voru ánægðir að ég hefði spilað landsleiki og kæmi með slíka reynslu inn í þetta. Ég held að sá tímapunktur hafi verið aðalmálið í þessu öllu. Ef maður hefði ekki fengið tækifæri í því verkefni þá væri maður kannski ekki á þessum stað - ég veit það ekki. Maður er klárlega sáttur með stöðuna sem kom upp þá," sagði Júlíus sem nú er kominn með fimm landsleiki.

Viðtalið má nálgast hér að neðan.
Júlli Magg: Snerist frá þeirri hugsun á lokametrunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner