Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. febrúar 2023 09:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Sir Alex og Ten Hag snæddu saman kvöldverð
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Erik ten Hag hefur unnið sig inn í hug og hjörtu stuðningsmanna Manchester United á þessari leiktíð.

Ten Hag tók við stjórn United fyrir þessa leiktíð. United byrjaði tímabilið afar illa en hefur bætt sig mikið eftir því sem liðið á og er núna í toppbaráttunni.

Liðið er þá komið í úrslit enska deildabikarsins og er í fínum málum gegn Barcelona í Evrópudeildinni.

Ten Hag ákvað að skella sér í kvöldmat á veitingastað í Manchester í gær, en þar var hann í ansi góðum félagsskap.

Með honum við borðið sat sjálfur Sir Alex Ferguson, sem stýrði Man Utd frá 1986 til 2013 með mögnuðum árangri. Ten Hag hefur eflaust fengið góð ráð frá Sir Alex en hægt er að sjá myndina af þeim tveimur hér fyrir neðan.

Á morgun spilar Man Utd seinni leik sinn við Barcelona í Evrópudeildinni. Fyrri leikurinn í Katalóníu endaði með 2-2 jafntefli.


Athugasemdir
banner