Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Pogba mættur aftur til æfinga
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er enn og aftur mættur til baka úr meiðslum og byrjaður að æfa með Juventus.

Pogba, sem er 29 ára gamall, á enn eftir að spila sinn fyrsta leik frá því hann kom á frjálsri sölu frá Manchester United síðasta sumar.

Erfið meiðsli hafa haldið honum frá keppni allt tímabilið en nokkrum sinnum hefur hann mætt aftur til æfinga og svo bakslag komið í kjölfarið.

Frakkinn birti mynd á Instagram og Twitter í dag og sást hann þar á æfingu Juventus en ítalska liðið er að vonast til þess að geti komið með kraft inn í baráttu þeirra í deildinni.

Fimmtán stig voru dregin af Juventus vegna fjársvika og er það því í eltingarleik um að ná Evrópusæti.


Athugasemdir
banner